þriðjudagur, júlí 05, 2011

Germania, Austria e Italia

Dagurinn í dag er búin að vera hlaðin tilfinningum, við keyrðum frá Þýskalandi klukkan 10 í morgun, veðrið var ferskt og rigningarlyktin lá í loftinu, allir vel klæddir... þegar nálgaðist Austurríki var fyrsta myndin tekin, strákarnir fengu sér að borða á síðasta Veggrillinu í Germaní og sólin var komin hátt á loft og farin að hita....
Þegar komið var til Austurríkis var farið að hlýna all verulega.. og svo komum við loksins yfir landamærin til fyrirheitna landsins Ítalíu.. og strax leið okkur eins og við værum komin heim... hitinn orðin um 35 gráður...
Við héldum beina leið til Verona og þar erum við nú á gistiheimili í úthverfi borgar Rómeo og Júlíu...
komum loksins heim annað kvöld:)
Þýskaland, glaðir bræður:)
Germania fratelli felici
 Austurríki... hlaðin Subaru:)
Austria nostra macchina piena.. dentro e fuori:)

 
ÍTALÍA:)

finalmente a casa!

Engin ummæli: