föstudagur, júlí 29, 2011

síðasta vikan í júlí... l'ultima settimana di luglio.

Þessi vika er búin að líða mjög hratt.. veðrið fór "versnandi" í Róm, hitatölurnar voru 24-27 gráður og fannst okkur það fín tilbreyting!!  Nú er hitinn að stíga hægt og rólega upp og gert ráð fyrir 35 gráðu meðalhita í næstu viku.
Hér sjást strákarnir okkar í Villa Pamfili, stórum garði hér rétt hjá þar sem Ingó tókst að finna loksins fótboltavöll handa Hinriki Leonard.


Á miðvikudaginn ringdi.. þá skelltum við okkur í stóra Kringlu sem heitir Euroma2  
strákarnir skelltu sér á nokkur tæki og fengu loks að kíkja í stóra leikfangabúð... Rocco gioccatoli... ekkert toysRus hér:)
Í gær fórum við á torgið okkar og Hinrik Leonard eignaðist loksins ítalska vini.. hann bjargaði sér á ensku og fékk að leika fótbolta með fullt af krökkum.  Felix Helgi lék sér einn þar sem ekki var mikið um krakka á hans aldri í gær... en á eftir ætla strákarnir aftur á torgið og þá finnur Felix Helgi sér örugglega einhvern til að leika við... annars lék hann bara Trúð fyrir okkur eins og sést á myndunum.


Engin ummæli: