Hef ekki verið dugleg að blogga síðustu vikur en er alltaf að hugsa um hluti og myndir sem mig langar að deila með ykkur.
Það er komin vetur í Róm.
Laufblöðin þyrlast upp
og stórir flokkar af fuglum svífa um himnana.
Ég er búin að prjóna vettlinga á Hinrik Leonard og er á leiðinni að prjóna á Felix Helga, hann er svo kröfuharður... vill hafa þá gula, rauða, bláa.. svarta.. já og í öllum litum bara. Mér finnst ekki gaman að prjóna vettlinga.. næ einhvernvegin aldrei að að hafa báða eins!
Búin að prjóna á þá báða þykkar húfur. Það er kallt á morgnana þegar þeir fara út en svo fer sólin að skína og þá hitnar ansi vel.
Nú er jólaskrautið að birtast í búðunum, miklu miklu seinna en á Ísalandi..
Og markaðsstemningin mín að fara að byrja
Hlakka til!
Það verður gaman að eyða jólunum í fyrsta skipti með fjölskyldunni utan Íslands.
Langar að biðja þá sem vilja senda okkur jólakort að gera það endilega!! Það er svo gaman að fá póst að heiman.. alvöru póst.
Heimilisfangið er
Hildur Hinriksdóttir
Via Giovanni da Castel Bolognese 44, int 9
00153 Roma
Italia
Stundum þegar ég sé skemmtilega/skrítna hluti, þá langar mig til að skrifa um þá hér, svona augnablik sem mig langar að deila;
Þegar ég horfi á sígaunakellingarnar á kafi ofan í ruslatunnunni hér fyrir utan, þær eru enn í stórum pilsum og inniskóm en núna eru þær komnar í buxur undir pilsin, stóra sokka og með klúta um höfuðið.
Þegar ég horfi á sætu pörin í alveg eins dúnúlpum, glansandi dúnúlpum að knúsast úti á götu.
Þegar flottu bisness kallarnir labba framhjá mér með ís.
Þegar ung kona kemur hlaupandi, hendir sér á milli bílana á stæðinu þar sem ég stend, girðir niður um sig og pissar! Og Hinrik og Felix hlæja og trúa ekki sínum eigin augum. Hún er útigangskona.
Þegar vetrarlyktin af steiktum kastaníum svífur um loftin.
Þegar Felix Helgi segir uppúr eins manns hljóði
"Ég elska heimilið mitt"
Þegar Hinrik Leonard les eins og engill á ítölsku uppúr sögubókinni sinni.
Þegar Felix Helgi kemur með pasta heim til að sjóða, sem hann bjó til sjálfur í leikskólanum.
Þegar tóbakssölumaðurinn segir "Jæja, þá er allt að verða gott á Íslandi, sá það í sjónvarpinu"
Þegar Hinrik leiðir mig úti á götu.
Þegar á dyrabjöllustæðu, fulla af ítölskum nöfnum stendur allt í einu "Ingibjörg"
Þegar Ingó bakkar í stæði sem passar varla fyrir bílinn okkar en hann nær samt að leggja.
Já það er svo margt sem mig langar til að deila með ykkur, byrja á þessu.
Eigið dásamlegan dag!