Ég er löngu búin að gleyma hvernig það er að sofa út! Þegar maður er orðin svona gamall þá tímir maður ekki að eyða tímanum í svefn.. er búin að vera að nota kvöldin til að hekla húfur svona bæði til að selja og gefa í jólagjafir. Set hér inn 2 myndir með Hinrik sem módel en þetta eru fullorðins húfur. Ingólfur er alltaf að skamma mig fyrir að verðleggja mig of lágt.. og það er nú alveg rétt hjá honum en það er svo erfitt að verðleggja eitthvað sem maður hefur gert sjálfur, hvað finnst ykkur að svona húfur ættu að kosta? Skrifið endilega í commentin.
Sat hér áðan og var búin að skrifa heila ritgerð í bloggið mitt.. þá kom Hinrik og slökkti á rafmagninu á millistykkinu.. ég er enn að jafna mig en ég þoli ekki að missa svona út eitthvað sem ég er búin að skrifa alveg ómögulegt að orða það aftur eins vel og maður gerði í fyrsta skiptið! Steina systir er komin til landsins.. alkomin eftir 10 ára dvöl í Danmörku! Hún er með bloggsíðu http://steineir.blogspot.com/ og ég ætla að nýta mér hennar sérfræðikunnáttu (hún er tölvugúru) til að laga bloggið hjá mér.
Síðasta sýning á Sweeney Todd og ég hvet alla sem ekki hafa séð til að sjá sýninguna hún er alveg meiriháttar! Mamma og Auður móðursystir ætla að koma og hlakka ég til að vita hvernig þeim finnst. Svo er það barasta að ganga frá búningunum uppí geymslu í næstu viku og halda áfram með Toscu.
Ég ætla að fara að drífa myndum inná heimasíðuna hans Hinriks í dag http://www.barnaland.is/barn/11074 ekki seinna vænna að setja inn myndir úr afmælinu sem var fyrir rúmlega mánuði síðan!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli