þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Bruni og .. jú auðvitað meiri þæfing

Það er búin að vera svo skrítin lykt hér inni í kvöld. Fór út áðan til að athuga hvort það væri að kvikna í bíl einhverstaðar í nágrenninu en sá ekkert. Sá svo í sjónvarpinu að eldur er laus í Klettagörðum og sannarlega nær reykurinn hér niðrí miðbæ.

Er búin að vera að þæfa.. í allt kvöld. Þetta er frekar gott til að sporna við sjónvarpsglápinu þar sem maður verður að þæfa við gott borð þá er ég að gera þetta í eldhúsinu, bjó til skemmtileg kramarhús sem hægt er að nota sem skúlptúra og líka sem sælgætispoka á jólatré eða í glugga.. set myndir fljótlega.

Brjálað að gera í vinnunni sem fyrr. Var að gæla við að vera að vinna bara hluta úr degi þessa vikuna en sennilega verður nú lítið úr fríi.. verð að fara að reyna að taka út eitthvað að fríinu sem ég er búin að vinna mér inn.

Hendurnar á mér eru eins og á gamalli konu! Held að sápan sem ég nota við þæfinguna sé soldið sterk..þarf allavega að fara að huga að aukinni handáburðsnotkun!

Hinrik er búin að vakna nokkuð oft í kvöld. Kom fram núna og sagðist hafa verið að fljúga.. sennilega draumur því ekki held ég að hann hafi dottið úr rúminu!

Engin ummæli: