þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Pestarbæli

Ég á ekki aukatekið orð þessa dagana. Búin að vera svo veik og Ingólfur líka að það hálfa væri nóg. Skreið samt aðeins í vinnuna í dag, þar sem maður er svo ómissandi alltaf. Skammast mín fyrir að hafa ekki skrifað meira í bloggið mitt en svona er það þegar maður liggur eins og grænmeti á sófanum og getur sig ekki hreyft. Hinrik búin að vera frekar hress! Sem betur fer. Síðustu sýningar á Sweeney Todd verða um helgina, 12 og 14 nóvember. Allir mæta. Sjónvarpsmenningin á fullu hjá mér þessa dagana finn að ég er næstum hætt að horfa á skjá 1 núna þegar ég er með stöð 2 óruglaða, maður hefur alltof mikið val! Er þó búin að hekla 3 húfur það er jákvæða hlið sjónvarpssýkinnar að maður gerir einhverja handavinnu með Idolinu...

Engin ummæli: