fimmtudagur, júní 29, 2006

Margrét Eir, Elínbjört og Ármann


Fór á tónleika í gær með MoR á Yello í keflavík! Það var algerlega magnað. Margrét var í ótrúlegu formi og söng stanslaust í 2 klukkutíma! Ég hef alltaf verið hennar helsti aðdáandi og ég treysti mér til að segja að hún hafi aldrei verið betri enn einmitt núna og þá er nú mikið sagt. Hér er heimasíðan hennar http://www.margreteir.com/ .

Félagslífið hjá mér er í miklum blóma eftir að ég flutti "út á land" !!
Fór með Elínbjörtu frænku minni í bíó á mánudaginn að sjá Keeping Mum, skemmtileg mynd og nú bíð ég eftir að myndin The Lake house komi til keflavíkur þá verður nú gaman hjá okkur frænkunum.

Er líka að reyna að framleiða eitthvað af húfum, hekluðum og langar til að fara að sauma svolítið af pilsum þar sem ég er í launuðu sumarfríi þessa mánuðina!

Fór á kyrrðarstund í gær í Neskirkju með Ármanni, Mömmu, Auði og svo bauð ég Villa með. Það var yndislegt. Kyrrðarstundin var fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra og á eftir var svakaleg grillveisla sem Ármann bauð mér í. Gott að eyða tíma með þeim sem maður elskar. Það er ekki spurning!

Engin ummæli: