mánudagur, júlí 03, 2006

Húsfreyja

Mér hefur verið bent á það á síðustu vikum að ég sé orðin svo mikil húsfreyja. Ég er alltaf að taka til og skúra og þvo þvott og þurrka af borðum og elda.
Mér finnst það góður titill! Og ég finn mikla gleði í því að þvo og elda þó ég láti Ingólf algerlega sjá um grillmennskuna.
Það er nefninlega til stórgott grill á heimilinu og hefur það verið mikið notað í sumar. Ingólfur hefur fundið grillgenið og heldur því reyndar fram að Pabbi sé að grilla í gegnum sig! Ég trúi því alveg því pabbi minn grillaði meira að segja á jólunum!

Nú fer fjölskyldan að detta inn í sumarfrí, okkur langar mikið að halda af stað með tjaldið í vikunni og förum þangað sem veðrið verður best.

Engin ummæli: