Ég hef svo margt að segja núna að ég veit ekki hvar skal byrja... kannski á fótboltaleiknum á þriðjudaginn!!
Ég er búin að þurfa að verja elsku ítalina mína opinberlega og óopinberlega síðustu vikurnar. Það hafa margir verið með miklar yfirlýsingar um það hvað ítalirnir séu miklir leikarar og ömurlegt að horfa á boltann. Ég hef alltaf viðurkennt að þeir eru oft dramatískir en að fótboltinn sem þeir spila sé eitthvað annars flokks kaupi ég alls ekki, enda þekkt fyrir að fara á fótboltaleiki í Róm og Torinó og dyggur stuðningsmaður Lazio. En þjóðverjarnir á þriðjudaginn... guð minn góður!! Þvílíkur leikaraskapur, þeir féllu við ekki neitt og var alveg ótrúlegt að horfa á. Ítalirnir voru dramatískir og vildu breskir kynnar oft meina að þeir væru að leika en í endursýningu kom alltaf fram að brot hefði átt sér stað.
Þetta var stórkostlegur leikur og var ég í beinu sambandi við Helga bróður þar sem hann var á vellinum með Breka syni sínum. Spenna út í eitt og áttu ítalirnir virkilega skilið að vinna.. ætla núna að fara að klára að elda kjúklinginn og skrifa meira á eftir!
Búin að borða dásamlegan kjúkling og ganga frá. Eiginmaðurinn farin að leggja sig og sonurinn að horfa á sjónvarpið. Er mikið að hugsa um framtíð mína og fortíð þessa dagana, aðallega í sambandi við mína fyrrverandi vinnu og verð ég að segja að með hverjum deginum sem líður verð ég glaðari og glaðari með mína ákvörðun. Einnig er ég að rekast á kunningja af og til og það kemur engum á óvart að ég hafi hætt. Ég finn mikinn stuðning og gott að finna það! Best að hafa sem fæst orð um það hér á opinberum stað!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli