sunnudagur, júlí 30, 2006

Aðlögunarhæfni

Yndislegi maðurinn minn er farinn til Köben, ég vona að það verði gaman hjá honum og að hann sjái margar góðar sýningar! Skemmtilegt með söknuðinn. Ég man þegar ég var "ung" og bjó ein í mörg ár. Átti í erfiðleikum með að hugsa mér lífið búandi með einhverjum... í dag get ég ekki hugsað mér líf mitt án Ingó og Hinriks. Ég held að öll þessi vera í útlöndum hafi alið upp einhverja aðlögunarhæfni í manni sem er alveg ótrúleg. Að geta breytt um viðverustað si svona og liðið barasta helv. vel. Er mikið að hugsa um framtíðina þessa dagana og hvar við eigum að búa.. aldrei að vita nema að það verði hér í Njarðvík næstu 2 til 3 árin...

Engin ummæli: