mánudagur, júlí 24, 2006

Berrassaður á tánum

Það er tómlegt í kofanum eftir að gestir síðustu vikna eru farnir til síns heima. Hinrik grét þegar hann klæddi sig í morgun því hann langar svo til að fara til ítalíu þar sem er heitt. Honum finnst svo leiðinlegt að geta ekki hlaupið út í garð berrassaður. Elsku karlinn!

Ingólfur fer til Danmerkur á sunnudaginn kemur á leikstjóra ráðstefnu, við Hinrik ætlum að vera hjá Berglindi frá laugardegi til mánudags að hugsa um Kristján og það verður nú gaman! Þá get ég dottið í ítalska sjónvarpið þar sem þau eru með gervihnattadisk. Svo kemur Ingólfur á föstudeginum og þá brunum við í Kjósina að hitta fjölskylduna mína það verður nú gaman.

Engin ummæli: