þriðjudagur, júlí 11, 2006

það rignir

Það rignir í Njarðvík! Og spáin segir að það eigi að rigna alla vikuna. Ég er ekki að meika þetta. Hinrik lokaður inni og ekki að fíla þetta. Fór í yndislega fjöruferð á sunnudaginn með Elínbjörtu og co og Auði og Dóra. Við fórum að tína steina fyrir Auði frænku og steinakallana hennar sem eru mest seldu vörurnar fyrir ferðamenn í Rammagerðinni. Stollt af henni!

Við urðum heimsmeistarar! Ofurspennandi leikur sem endaði á besta veg! Horfði á útsendingu á Rai uno í gærkveldi þegar meistararnir komu heim. Er að farast úr heimþrá. Langar svo að fara með Hinrik til Rómar.. það kemur að því kannski í október.. hver veit...

Engin ummæli: