Búin að vera dugleg að framleiða heklaðar húfur í þessari rigningu... ef ykkur vantar heklaða húfu á 2500 kall látið mig vita ætla að taka nokkrar myndir og setja hér inn...
Ingó og Soffía fóru í Reykjavík á McDonalds og í Tivolí... ég er búin að vera heima og taka til og skúra.. ekki veitti af þar sem ég hef ekkert skúrað í viku! Heheh gaman að hafa svona áhuga á heimilisverkum allt í einu. Er líka að þvo á fullu og er farið að vanta garn til að geta heklað meira. Þarf að fara að komast í búð.. skildi vera einhversstaðar afsláttur á garni? I wonder.
Einkennilegt að fara ekkert í Reykjavík. Skrítið að hugsa til miðbæjarins en það eru komnir 10 dagar síðan ég fór í miðbæinn.. það breytist nú í ágúst þegar að Hinrik byrjar aftur í leikskólanum þá fer ég að fara oftar.. sakna svolítið 101 en aðallega bókasafnsins....
Fylgdist með framhaldsleikritinu í útvarpinu sem kláraðist á föstudaginn, mér finnst rosagaman að hlusta á glæpaleikrit en fannst þetta ekkert sérstakt.. sérstaklega leikstjórnin... alltof mikið af einhverjum effectum og símhringinum endalausum... Nú var að byrja nýtt en það eru sömu leikstjórar... þannig að það verður sennilega ekki betra...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli