föstudagur, júlí 28, 2006

Dillandi hlátur

Það er komin föstudagur og styttist í að Ingó fari til Kaupmannahafnar. Ég vaknaði við það að Hinrik var að fikta í hárinu á mér skellihló. Yndislegt að vakna við dillandi hlátur sonar síns. Það rignir hér enn mér finnst það bara verst út af þvottinum. Eftir að við fluttum hingað hefur verið mikil gleði að geta hengt upp þvottinn úti, finnst það vera skemmtilegt og afslappandi iðja. En nóg um það. Við ætlum að fara til Berglindar í kvöld, sofa þar öll fjölskyldan. Það er alltaf gaman að skipta um umhverfi. Þarf að fara í geymsluna okkar í dag og sækja svolítið af garni. Ég er búin með allt sem ég kom með hingað og þarf að fara að framleiða meira. Ég vona að ég geti selt eitthvað hér í Keflavík á Ljósanótt. Við erum að spá í að fara norður á Handverkshátíðina svona til að hitta familíuna þar og gista sennilega hjá Soffíu og Viðari. Ingólfur kemur heim á föstudaginn og þá brunum við uppí Kjós. Það er búin að vera tilhlökkun í mér í margar vikur fyrir þessu ferðalagi...

Engin ummæli: