sunnudagur, júlí 23, 2006

Sumar...

Ég varð fyrir því óhappi að vera að zappa á milli stöðva núna og lenti á skjá einum þar sem verið er að sýna lokaþátt af Bachelorette þættinum. Oh my god.. ég skil ekki af hverju ég skipti ekki aftur er búin að þola núna 2 mínútur af hræðilegri höfnun sem er svo hallærisleg skil ekki hvernig þetta getur verið gott sjónvarpsefni? Mér finnst gaman af raunveruleikaþáttum, Americas next topmodel, Rockstar Supernova, Love Island á breskri stöð ITV1 en ekki The Bachelorette!! Hallærislegt!
Búin að skipta um rás!
Soffía systir Ingó og fjölskylda fóru héðan áðan eftir tveggja vikna dvöl. Það er búið að vera mjög gaman hjá Hinriki og Einari Berg að leika sér allann daginn, Hinrik á eftir að sakna litla frænda síns. Jón Sigfús er líka búin að slá í gegn, Hann er 4.mánaða og er svoo mjúkur eins og Hinrik orðar það!
Saumaði eitt pils í gær. Var búin að ákveða að sauma 10 pils á mánuði þannig að ég verð að fara að spýta í lófana ef ég á að ná því fyrir mánaðarmót. Ingólfur tók fullt af myndum af húfunum mínum sem ég ætla að fara að setja á heimasíðu HiN design, sem er á http://www.geocities.com/hin.design/
ég er ekki enn farin að vinna hana en það verður á næstu dögum.
Hér eru nokkrar myndir
Ull og skrautgarn

Ull og gullþráður


Ull og Mohair


Ull og mohair

Engin ummæli: