laugardagur, júní 24, 2006

Lykt


Ég á lítin prins, sem virðist vera að uppgötva lyktarskinið, hann liggur núna uppí rúmi og kallar í mig sem sit hér frammi á tveggja mínutna fresti til að tilkynna mér að það sé vond lykt af einhverju, fyrst voru það tærnar á honum svo ég náði í þvottapoka og þvoði þær með bros á vör, svo var það duddan hans sem var með hræðilega duddulykt. Ég bauð honum að henda bara öllum duddunum hans en hann var ekki ánægður með það. Svo var komin svo hrikaleg hrossaflugu lykt inn til hans, svo móðirinn hugrakka fangaði hrossafluguna og sleppti út í garð. Nú bíð ég með öndina í hálsinum.. hvað skildi það vera næst... sængurlykt? eða hrikaleg koddafýla.. veit ekki en það er gaman að þessum ungum!

Engin ummæli: