mánudagur, júní 19, 2006

19. júní 2006

Fyrir 5. árum dó pabbi minn. Á þessum degi, alltof snemma hann var bara fimmtugur. Ég held maður geri sér ekki alveg grein fyrir hvað fráfall föður hefur mikil áhrif á mann þó tímin líði þá læknar hann ekki heldur hjálpar manni að lifa með. Auður móðursystir mín sagði mér góða sögu einu sinni. Hún sagði að lífið og fólkið í kringum mann væri einn órói, þegar einhver deyr þá skekkist óróinn og það tekur hann tíma til að ná aftur jafnvægi, það sama gerist þegar barn fæðist þá skekkist hann aftur og tekur tíma að jafna sig. Ég hugsa að það sama hafi gerst hjá mér á föstudaginn, þegar ég sagði upp í vinnunni og hætti samdægurs. Ég tók ákvörðun um að hætta þegar ég fékk ekki að stjórna saumastofunni eins og ég vildi. Ég er mjög sátt við þessa ákvörðun en held samt að það sé viss sorg í hjarta mínu eins og ég hafi misst vin. Það er samt mikilvægt til þess að hugsa að ég fór ekki í neinu fússi heldur stóð við það sem mitt hjarta sagði mér og núna er ég laus. Er komin í sumarfrí og er að byrja að hugsa um framtíðina mína, sem mér finnst svo björt. Góð vinkona mín hafði orð á því áðan að ég væri allt öðruvísi í framan. Það væri svo létt yfir mér og ég liti svo vel út. Held að það sé af því að ég er svo sátt við mína ákvörðun og hlakka svo til komandi verkefna.

Fleira er svo að frétta. Ég komst í gegnum hann Ármann minn í magaspeglun á fimmtudaginn og er búin að fá greiningu og lyf við flestum mínum kvillum. Ég er með vélindabakflæði, þindarslit og magabólgur og eftir að ég byrjaði á lyfjunum hef ég ekki fengið brjóstsviða en hann hefur fylgt mér síðan ég var unglingur. Þvílíkt frelsi!! Mig dreymir nú um að borða pizzu með pepperóní og lauk en svoleiðis hef ég aldrei getað látið inn fyrir mínar varir vegna brjóstsviða. Ég er líka farin að hvílast betur á nóttinni og sé bara fram á dásamlegar stundir!!

Við Ingólfur fórum á Grímuna á föstudaginn og áttum góða kvöldstund. Ingólfur fékk ekki verðlaunin í þetta skiptið en fær hana bara næst. Ég saumaði pils á Hrund Ólafsdóttur sem var tilnefnd sem leikskáld ársins og var hún stórglæsileg á hátíðinni, hún fékk ekki heldur verðlaunin en fær hana bara næst!

Engin ummæli: