laugardagur, febrúar 05, 2005

Leikhús....mús!

Hinrik minn Leonard er nú formlega orðin Leikhúsmús! Var með mér í vinnunni í allan dag, það var hljómsveitaræfing og í kjallaranum í óperunni voru yfir 100 manns! Hinrik lék á alls oddi enda orðin öllum hnútum kunnugur fórum meira að segja inn í sal og hlustuðum og horfðum á æfinguna. Hinrik var voðaglaður að sjá og heyra alla syngja og langaði mest uppá svið sjálfur. Við vorum þó mest í kjallaranum þar sem ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur það var fullt af fólki sem hann þekkir sem fylgdist með honum meðan ég vann!

Það er voðagaman að ala upp LEIKHÚSMÚS!

Engin ummæli: