þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Gagnrýnendur...
Ég uppgötvaði heimasíðuna hans Jónasar Sen í gær og er búin að skemmta mér mikið yfir henni í dag! Það hefur verið svo mikið talað um gagnrýnendur og leikhús, og Óli Kjartan sagði góðan hlut í morgunsjónvarpinu í morgun: Maður tekur mark á gagnrýni ef hún er góð en gleymir henni ef hún er vond. Þetta er alveg satt þegar maður er að vinna í leikhúsi maður verður að hugsa svona. En hins vegar er ég búin að tala við marga í dag um gagnrýni Jónasar Sen í Mogganum og það merkilega er að engin tekur mark á honum, þó að gagnrýnin sé í heildina góð! Hvorki því góða né þvi slæma sem hann segir!! Það finnst mér svolítið merkilegt og finnst fólk annað hvort vorkenna honum eða hlæja að honum!! Hver er hann? Miðað við lauslega viðkynningu á blogginu hans þá er hann ótrúlega opin hrokagikkur! Veit það ekki þekkjann ekki... bohhh??!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli