Það breytist allt þegar sumarið kemur í Mandela.
Tónlistin hljómar um þorpið á kvöldin.
Hitinn streymir um kroppinn og ljúfur vindur kælir mann niður. Svæfandi söngur engissprettana gera síestuna að
nauðsynlegum hluta dagsins.
Uppúr klukkan fimm förum við hægum en öruggum skrefum
í átt að Campi þar sem við hittum vini og kunningja...
Hér sjást bræðurnir með 6 vikna hvolp sem Patrizia vinkona okkar á, hún heitir Katniss
Kastala garðurinn okkar!
Stundum fáum við heimsókn, í fyrradag kom Claudio vinur Felix Helga og eyddi deginum hjá okkur og fór svo með okkur á Campi.
Hér sjást vinirnir við hádegisverðarborðið.
Í síðustu viku fengum við heimsókn frá Svíþjóð.
Andrine kom með Anton og Emblu Ásgeirsbörn og við fórum öll saman á ströndina í Ostia á föstudaginn.
Þetta var fullkomin strandferð, vorum komin klukkan 10 á ströndina og krakkarnir með Ingó léku sér í sjónum fram að hádegi.
Á meðan naut undirrituð þess að fá nudd frá einni af fjölmörgu kínverksu nuddkonunum sem bjóða þjónustu sína á ströndinni.
Við borðuðum svo hádegishressingu á veitingastaðnum á ströndinni og svo fóru að heyrast þrumur og eldingar sáust í fjarska.. hitinn lækkaði þá allverulega.. úr 30 gráðum í 25.. og margir fóru að halda heim.. en öldungarnir á ströndinni sögðu okkur að rigninginn myndi ekki ná til okkar... við nutum þess þá að leggja okkur og viti menn.. öldungarnir klikkuðu ekki.. uppúr klukkan 14 fór sólin að skína aftur.. þetta varð til þess að hitinn varð aldrei óbærilegur og krakkarnir fóru svo aftur í sjóinn og léku sér fram eftir degi.
Frændsystkynin Anton, Hinrik, Embla og Felix í lestinni á leið á ströndina, um 30 mín. ferð.
Hádegishressing
To cool for school
Feðgar að leik!
Nóg í bili... yfir og út!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli