þriðjudagur, júlí 16, 2013

Engisspretturnar eru komnar

Loksins loksins er engissprettusöngurinn 
farinn að hljóma í Mandela!
Það þýðir að sumarið er loksins komið.. 
og síðustu daga hefur sólin skinið skært 
og rigningin haldið sig til hlés að mestu leiti. 

Þessi heimsótti mig inní svefnó í lok júní í fyrra..
held að þær séu ekki orðnar svona stórar núna og þær komast alls ekki inn núna.. eiginmaðurinn búin að festa flugnanetið það fast að engin getur skriðið meðfram!

Á föstudaginn fórum við í göngutúr hér í kastalagarðinum okkar.
Tókum nokkra þorpsbúa með sem aldrei hafa séð inní garðinn,
Hann er lokaður með hliði og hafa markgreifarnir ekkert verði mikið að hleypa almúganum þar inn.



Á meðan við biðum eftir fólkinu tók ég þessar tvær myndir 
þar sem ég sat á torginu hér fyrir utan kastalann,
Sú fyrri er af einkakirkju Markgreifafjölskyldunnar,
og hin af litlum garði sem er hér í þorpsbrekkunni. 





Þegar við gengum svo um garðinn upplifðum við alveg nýja tilfinningu, það er búin að vera hópur af garðyrkjumönnum að grisja og taka í burtu ónýt tré og gróður.

Garðurinn var hannaður af frönskum konunglegum garðyrkjumönnum sem komu hér með Giuliu Bonaparte 
(mér skilst að hún hafi verið barnabarn hins eina sanna Napoleons Bonaparte) í kringum 1850.. 
Hún var unnusta þáverandi Markgreifa og tók aldeilis til hendinni.  Síðustu 60 ár ca. hefur ekkert verið gert í garðinum, lítið viðhald og ég hef heyrt að gamli Greifinn hafi alls ekki viljað að neinn myndi snerta það sem forfeður hans voru búnir að skapa.

Í þau tvö skipti sem snjóað hefur eitthvað hér sl. tvo vetur, hefur snjóþunginn brotið niður og skemmt fullt af trjám, og nú er loksins búið að hreinsa til og útsýnið er ótrúlegt.

Eins og sést á myndunum er ekkert mál núna að fara á hjóli í garðinn! 



Á morgun er svo stefnan tekin á Róm,
ætlum að dúllast þar í nokkra daga 
og vonandi næ ég að fara með strákana á ströndina.
 

Engin ummæli: