mánudagur, september 17, 2012

Nýr kafli


Hér sjást mamma og Auður móðursystir mín á Campi.
Þær komu í heimsókn í tvær vikur og það var alveg yndislegt að fá þær til okkar.
Við lokuðum þannig frábæru og óvenjulegu sumri... 
hér á eftir koma nokkra myndir frá þorpshátíðinni okkar í Mandela sem fór fram 7, 8, og 9 september


Föstudagur á pizzeriu...


Við vorum vakin á hverjum morgni með fallbyssuskotum... púðurkerlingar sem puððruðust uppí loft með miklum látum!


Laugardags og sunnudagsmorgun var messa á torginu hér við kastalann, fyrri morguninn var það Madonnan sjálf sem var heiðruð..


Á laugardeginum fór ég með strákana uppí þorp, mamma og Auður fóru með Ingó að skoða Róm á meðan..



Dansað á torginu!



Hátíðinni lauk svo með heljareinar flugeldasýningu, sem var sú flottasta sem við höfum séð.. já ég endurtek, flottasta sem við höfum séð... !


Svo skrapp Felix Helgi til rakarans!  Auðvitað er fyrst hárþvottur!


Sætu stelpurnar í Mollinu!


Og svo kom að kveðjustund, 13. september fóru Mamma og Auður heim til Íslands og sama dag byrjuðu strákarnir aftur í skólanum.




Það er alltaf erfitt að kveðja, 
en verst af öllu að kveðja mömmu sína.
Mömmur eru einstakar það er alveg á hreinu!


Á leiðinni í skólann, Geraldine horfir á okkur út um gluggann.


Þá hófst nýr kafli hjá kastalafjölskyldunni,
nú erum við með litla íbúð í miðborg Rómar.
Þar sem við ætlum að eyða sem flestum helgum.
Eftir skóla á föstudaginn fórum við strákarnir með lestinni í nýju íbúðina!



hér erum við komin í Via Lungara í Trastevere..




Hinrik við útidyrahurðina


uppá þaki er dásamlegt að vera!





uppáhalds!


í sporvagninum!



Sunnudagur uppá þaki. 
Besta pizza al taglio í Róm...

Nýr kafli, nýtt og betra líf.
Kastalinn á virkum dögum og Trastevere um helgar.
Draumur verður að veruleika

Engin ummæli: