sunnudagur, apríl 12, 2020

Gleðilega Páska

2020 átti sko að vera mitt ár....
og það hefur ekkert breyst.
Fyrir ári síðan greindist ég með brjóstakrabbamein og fyrir ári síðan hætti ég að reykja.


Ég trúi því varla sjálf að ég hafi getað gert þetta.
Hætti, notaði nikótíntyggjó í tvær vikur og hætti því svo...
Tyggjóið var alltof gott!

Ég hef enn trú á því að 2020 verði árið mitt.
 Reyklaus

og krabbalaus

Morgunmatur

Drottningin
Í öðrum fréttum.
Lockdown framlengt til 3 maí.
Á þriðjudag má opna bóka og ritfangaverslanir, tölvubúðir, barnafataverslanir og eitthvað fleira.
En á Norður Ítalíu segjast fáir vilja opna.
Það eru ekki til grímur og varnarbúnaðir fyrir fólkið sem vinnur í þessum búðum.

Við bíðum...

Gleðilega Páska elsku vinir og fjölskylda.

Engin ummæli: