miðvikudagur, apríl 15, 2020

Taxi, snákur og sumarið

Jæja fór á spítalann í gær og náði ekki að taka neinar myndir.
Andrúmsloftið var rafmagnað og ég þurfti ekkert að bíða eða hangsa eins og
 venjulega þegar ég á tíma hjá sérfræðingi.
Ingó fékk auðvitað ekki að koma með mér inn.
Það voru fáir sjúklingar og ég fann mikla spennu í læknum og hjúkrunarfólki.
Hér eru myndir af leigubílnum sem keyrði okkur á San Camillo.


Það er búið að setja þykkt plast á milli bílstjóra og farþega.
Aðeins má flytja tvo farþega í einu.
Allir með grímu og hanska.


Bíllinn er sótthreinsaður tvisvar á dag.
Sama verð og venjulega sem er mjög ódýrt eins og allar samgöngur í Róm.

Í dag mega bóka og ritfangaverslanir, tölvubúðir, barnafataverslanir ofl opna,
en ég veit að litlu búðirnar munu sennilega ekki opna.
Vinkona mín á Antíkbúð og hún selur mikið af bókum og mætti þar af 
leiðandi opna sína búð núna en hún mun ekki gera það.
Í reglunum segir að sótthreinsa þurfi búðina tvisvar á dag.
Fyrir hana væru það 300 evrur á dag eða 47.000 krónur á gengi dagsins í dag.
Það bara borgar sig ekki.

Eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur þá hefur þetta lockdown áhrif á dýraríkið okkar.

Jákvæðar fréttir af höfrungum í höfninni í Cagliari (Sardiníu)
Fiskum í canalnum í Feneyjum
Himalayafjöllum sem loksins sjást vegna minni mengunnar osfrv

Í Róm eru fréttirnar þessar;

Risa snákur fannst inní miðri borg, Við Via delle Milizie sem er rétt hjá Vatíkaninu.
Það tók lögregluna 3 klukkutíma að ná honum 
Rotturnar eru líka farnar að færa sig uppá skaptið!!

En snúum okkur nú aftur að innilokuninni.

Dagur 38 í dag!!!

Það er orðið nokkuð ljóst (þó ekki staðfest enn) að skólarnir munu ekki opna aftur fyrr en í haust
og þá er líklegt að það verði með breyttu sniði.
Gera má ráð fyrir að drengirnir mínir muni mæta hálfa vikuna í skólann og hin helminginn í online tíma heima... eða CyberSchool eins og það er kallað á okkar heimili.

Ítalir eru uggandi yfir sumrinu.

Hugmyndin er að við förum af stigi 1 (lockdown) niður í stig 2 þann 4 maí,
hægt og rólega mun lífið færast á rétt ról en gert er ráð fyrir 6 til 8 mánuðum á stigi 2.

Hvað gerist þá í sumar??

Hér eru nokkrar hugmyndir sem birtast nú í fjölmiðlum.




Hvað finnst ykkur??



Engin ummæli: