mánudagur, apríl 20, 2020

Garðyrkjustörf með meiru

Svona var staðan um helgina, sólin skein, ég baðaði mig í sólarvörn og....


Fékk mér einn bjór á þakinu og las úr spjaldbókinni minni.

Hér sjáum við tvo kunningja sem eiga hunda spjalla saman á Covid tímum!


Þessi datt af nálinni um helgina.
30400 krossar!!


Hér sjást Dalíur sem ég setti niður á Sunnudaginn. 
Hlakka til að sjá þær koma upp!


Og þetta er sítrónutréð okkar hér í Circolo.
Það er búið að eiga mjög erfitt í nokkur ár sníkjudýr hafa ráðist á það og það nær ekki að bera ávexti útaf þessum innrásum.
Núna er bolurinn svartur af myglu og laufblöðin líka...
ég ákvað um helgina að lækna greyjið....
komst að því að það eru sníkjudýr sem eru undir laufblöðunum sem eru að drepa plöntuna...
ég réðst á þau með brúnsápu og ediki. 
Svo klipptum við plöntuna vel niður.


Svona lítur hún út í dag.
Hægt og rólega er ég að þrífa hvert einasta laufblað
álpappírinn hjálpar til við að losna við maura
og myntuplantan er náttúrúleg pödduvörn
Leyfi ykkur að fylgjast með!


Hér sést hluti af garðyrkjuvinnunni minni um helgina....
þessar myndir eru teknar í dag
en það er rigning núna og á að vera næstu 2 daga.
Hitinn slefar í 20 gráður og gott verður að sjá hvað skúrarnir gera fyrir plönturnar okkar!Hér að neðan eru svo skemmtilegar myndir sem ég er búin að vera að sanka að mér á netinu.

Úkraína klikkar ekki!

Hér erum við komin til Ítalíu

Sjáið þið mig?Annars heyrði ég í fréttum í gær að þeir væru hættir við að pæla í Plexiglas hugmyndinni á ströndinnni!  Hjúkk!

Hér er sveitahundurinn minn hann Logi!
Situr í arfanum og moldinni og nagar vatnsslöngu!

Rökkur á þakinu um helgina.

Engin ummæli: