sunnudagur, júlí 15, 2007

Piss

Leikskólavinur Hinriks er nýfluttur í hverfið. Hann býr í stórri blokk hér rétt hjá og eru þeir búnir að leika sér stöðugt saman síðan. Í gær var vinurinn að fara heim eftir kvöldmat og fyrir utan blokkina sína hitti hann fyrir tvo drengi uþb 5 ára. Strákarnir tóku af honum nýja hlaupahjólið hans, girtu niður um sig og pissuðu á hann! Ég er ekki að grínast! Þetta horfði svo annar pabbinn á út um gluggann! Nú þorir Hinrik ekki að labba einn til vinar síns, og við Ingó skiptumst á að fara með hann.
Ég kemst ekki yfir þennan öfuguggahátt hjá börnum en ég er nú búin að sjá það hér í hverfinu hvað félagsskapurinn skiptir miklu máli. Því hér eru börn sem breytast eftir því við hvern þau eru að leika og annað; hér á Völlunum eru krakkar voðalega uppteknir af því hvað er þeirra lóð... búa kannski í 50 íbúða blokkum og vísa skilyrðislaust krökkum úr öðrum blokkum af lóðinni sinni!

Heimur versnandi fer... eða hvað.
Hinrik á sem betur fer góða vini hér og eru sérstaklega 3 systkyni, 3,5 og 9 ára vinsæl og svo annar 9 ára. Þessir stóru hafa endalausa þolinmæði í að leika við Hinrik og hann dýrkar þá!

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Þetta er svakaleg!! Er ekki tímabært að taka upp rasskellingar á almannafæri...

Hildurina sagði...

ehhe miðað við hvað þessir voru tilbúnir að girða niður um sig á almannafæri og pissa á jafnaldra, þá veit ég ekki hvað rassskelling myndi gera annað en að gefa þeim tækifæri til að strippa... kannski betra að neyða þá í kraftgalla í hitanum... hmmmm