miðvikudagur, apríl 27, 2005

Róm ég er að koma heim!

Þann 12 maí fer ég til Rómar í 8 daga sem fararstjóri fyrir Heimsferðir. Ég hlakka svo til að ég er alveg að missa mig er ekki búin að koma "heim" í tæplega 4 ár.. algert hneyksli! Dóra spyr í commenti: hver er þessi apótekari!? Apótekarinn er ópera eftir Haydn sem Ingó er að leikstýra í óperunni. Frumsýning á föstudaginn. 5 sýningar og frítt inná þær allar svo látið sjá ykkur. Góða nótt krúttin mín.

Engin ummæli: