sunnudagur, september 04, 2011

sunnudagurinn 4 september

Þessi sunnudagur er búin að vera aldeilis óvenjulegur... 
vaknaði fyrir allan aldur til að fylgjast með Helga bróður 
keppa í heilum Járnkarli í Köln,  
það var nú aldeilis rússíbanareið... 
10klst 20 min og 59 sec.

Þessi mynd er frá Íslandi en er af Helga bró.
Hann rúllaði upp sundinu á stórkostlegum tíma og fór svo á hjólið... þegar hann var búin að sprengja 3 sinnum dekkið hjá sér gat ég ekki meir og skellti mér á Porta Portese...


Keypti mér græna skó á 3 evrur... 3x165kr, 
 Hugsaði til Bryndísar mágkonu minnar, eiginkonu Helga 
og tileinka henni þessi skókaup!!

Kom svo heim og hélt áfram að fylgjast með Helga... hann stóð sig alveg ótrúlega vel og þegar hann var búin ákvað ég að kaupa kínamat til að halda uppá árangur hans!


Riso alla Cantonese... svona diskur kostar 1.5 evru.

Og svo byrjaði að rigna!!!  
Ekki nóg að ég skildi öðru hvoru skæla í dag af stolti.. 
heldur sá Róm ekki annað í stöðunni en að skæla með mér... 
í dag eru 2 mánuðir síðan við komum til  Rómar 
og þetta er í annað skiptið sem himnarnir gráta... 
það er yndislegt að heyra í ljúfri rigningunni hér úti á svölum.. 
held samt að hún verði ekki langvin þessi rigning... 
kannski smá í nótt...


Nú eru það rólegheit á sunnudagskvöldi, kannski smá prjón.. 
ekkert saumað í dag.. 
en fullt á morgun.. 
því þá kemur nýr og fallegur dagur,
í Draumaborginni Róm.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mín yndislega, nú verð ég að fá mynd af grænu skónum

koss