mánudagur, desember 19, 2005

Tölvumál

Það sló út rafmagninu hjá mér á föstudaginn, tölvan dó! Erum búin að vera tölvulaus alla helgina, það er hræðilegt, þurftum að fara í bankann til að millifæra og hringja í 118 til að fá símanúmer. Vonandi nær Ingó að laga þetta í dag því líf á tölvu er frekar flókið! Annars er ég að tapa mér þessa dagana, er svo mikið að vinna í búðinni og í Óperunni og reyna að búa til jólagjafir og sauma pantanir! Hlakka svo til á miðvikudaginn og fimmtudaginn því þá daga á ég frí í búðinni!

Annars tókst okkur að kaupa allt sem þurfti að kaupa í Smáralindinni í gær, af tvennum illum kostum (Kringlan og Smáralind) var Smáralindin betri. Annars er alltaf best að versla á Laugarveginum, það var bara svo helvíti kalt í gær.

Ég er búin að kaupa í jólamatinn svo að jólin geta komið!

Engin ummæli: