föstudagur, júní 17, 2005

Sumarfrí

Við erum að fara í fyrramálið fjölskyldan til Svíþjóðar í 1. viku. Förum á leiklistarhátið í Jarna 50 km fyrir utan Stokkhólm. Ég og Ingólfur erum búin að vera svo veik núna í sólarhring að við héldum í morgun að við kæmumst ekki. Erum bæði búin að kasta svo rosalega upp en okkur líður nú betur núna. Búin að vera að þvo þvott í allan dag og núna er komið að því að pakka. Sjáumst eftir viku.

Engin ummæli: