Hinrik er enn veikur. Fórum með hann til læknis í gær vegna þess að við héldum að hann væri með hlaupabólu þar sem hann fékk útbrot í andlitið en þegar ekkert kom á kroppinn þá runnu á okkur tvær grímur. Hann er sem sagt með slæma kvefflensu og var með tæplega 40 stiga hita í gær. Í dag er hann með 39 stiga hita og ég er búin að vera með hann heima í allan dag... er að drepast úr leiðindum því það er nú ekki mikið hægt að bardúsa á heimilinu með veikt barn. Er samt búin að þvo nokkrar vélar og þrífa eldhúsið.
Ingólfur er að vinna til kl 21 í kvöld og nú þarf ég að galdra eitthvað fram úr frystinum til að elda handa drengnum. Hugsa að ég dobbli Ingó til að kaupa pizzu á leiðinni heim handa okkur fullorðna fólkinu. Annars dreymir mig um pizzurnar í róm....
Á morgun er Ingólfur á fundi fyrir hádegi en svo get ég farið að vinna eftir hádegi. Svo er ég að fara í partý á laugardagin juhú hef ekki farið í svoleiðis í marga mánuði!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli