mánudagur, apríl 30, 2007

.......................................

Það er orðið erfitt að finna tíma til að skrifa hér... en nú er Ingó komin heim eftir viku fjarveru og ég á fullu að vinna upp svefn. Búin að átta mig á því að ég fékk lítinn sem engan djúpsvefn meðan Ingó var í burtu. Var alltaf með radarinn á. Svo virðist sem líkaminn sé ekki alveg búin að jafna sig á aðgerðunum tveimur þó liðnar séu 6 vikur. Lilli verður svo skírður 1. maí. Þá getur maður hætt að nota Lilla nafnið. Erum búin að hafa fyrir því að halda nafninu leyndu síðan það varð endanlega ákveðið fyrir u.þ.b. þremur vikum og það finnst mér hafa verið erfitt!!
Opinbera það hér á þriðjudagskvöld.
Ætla að fara að opna heimasíðu fyrir húfurnar mínar á Barnalandi.. þar gengur best að selja svona hluti.... Læt ykkur vita af því þegar það gerist.
Hér á eftir kemur sería af drengjunum mínum.

Hinrik og Lilli 6 viknaDrekinn á Drekavöllum 5 vikna.
Á baðgólfinu
3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þeir eru sætir....

Nafnlaus sagði...

Er að bíða spennt eftir að fá að vita nafnið á krúttinu!!

Nafnlaus sagði...

Aldeilis myndarlegir bræður...

Kveðja úr Klukkuberginu