Ég er búin að byrja svo oft að blogga síðustu daga en einhvernvegin hefur mér aldrei tekist að klára færsluna. Lilli hefur kallað eða Hinrik. Nú sofa allir strákarnir mínir fyrir framan sjónvarpið og ég hugsa að ég nái að birta þessa færslu!
Ingólfur er búin að vera að vinna og vinna síðustu vikur, sýningum á Suor Angelica og Gianni Schicchi er lokið og náði ég að fara á lokasýninguna.
Lilli kom með og var baksviðs með Ingó. Í stuttu máli var sýningin alveg hreint meistaraverk, krakkarnir sem allir eru nemar eða nýútskrifuð, stóðu sig svo rosalega vel og gáfu fagmönnunum ekkert eftir. Leikmynd og búningar hjá Hlín Gunnars voru alveg ótrúlega flottir og ég verð að segja að það er langt síðan ég hef séð svona flotta sýningu í Íslensku Óperunni. Ég grét svo mikið fyrir hlé og hló svo eins og brjálaðingur eftir hlé!
Um síðustu helgi fórum við svo öll saman í fermingu til Kristjáns Arnars frænda og var alveg rosalega gaman, fermingarbarnið var svo flottur og töff strákur! Fórum svo beint úr þeirri veislu í aðra veislu, Dóri frændi varð 60 og þar hittum við familíuna mína, þannig að á einum degi hittum við lungað úr familíu Ingó og minni.
Framundan er svo frumsýning á Cavalleria Rusticana á annan í páskum og ætla ég að mæta með Ingó, á laugardaginn ætlum við Lilli svo í brúðkaup til Sigrúnar frænku minnar og Hjalta og á meðan verða Hinrik og Ingó á generalprufu í Óperunni.
Nóg að gera á stóru heimili!
Ofsalega margt sem brennur á mér varðandi aðbúnað á sængukvennadeildinni, hlutverk feðra og aðbúnað eða frekar hvursu lítið er gert fyrir þá á deildinni og fleira....... en held ég fari bara að halla mér og blogga kannski um það seinna. Minni á síðuna hans Hinriks, tengill hér til vinstri, þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af prinsunum mínum þremur! (Knús Arnar!!) Lykilorðið er seinna nafn Ingó með stórum staf og án kommu............
1 ummæli:
He he takk fyrir það... : )
Skrifa ummæli