Það er komið vor, hásumar á íslenskum mælikvarða.
Strákarnir fengu fyrsta ís vorsins í Tivoli í dag, Hinrik Leonard er í Henson jakka af pabba sínum, hafið verið að leika sér í þorpinu áður en við fórum og var bara í stuttermabol..
Felix Helgi fékk sér Strumpa og Bananaís, Hinrik Leonard fékk hins vegar Strumpa og Stracciatella.
Við Felix Helgi fórum á Róló fyrr um daginn, hann vildi vera í vestinu sínu því það er ótrúlega erfitt að venjast því að koma úr stinningskulda á Íslandi í hitann á Ítalíu.
Brátt kemst daglegt líf aftur í fastar skorður.
Það er sárt að sakna.
1 ummæli:
Flottar myndir af strákunum. Mjög girnilegur ísinn sem þeir eru að úða ís sig. Það er aðeins lengra í vorið hjá okkur allavega hér suður Hafnarfirði ... suður?? smá meinloka. luv M
Skrifa ummæli