Penne al pomodoro,
Pasta með tómatsósu.
Einfaldasti matur í heimi...
Og strákarnir mínir elska þennan mat!
Eins og Hinrik sýnir hér greinilega!!
Og hér er uppskriftin:
Efni:
Penne pasta
Tómatur í dós eða flösku
Hvítlaukur
Laukur
ólívuolía
ferskt basilikum
balsamik edik
smá rjómaostur eða Philadelfia ostur
Salt og pipar
Parmesan ostur
Aðferð:
Léttsteikið einn lauk (fínt skorin) og 3-4 hvítlauksrif í olívuolíu,
hellið svo tómat (úr dós eða flösku) yfir og kryddið með salti og pipar.
Hellið smá balsamic ediki í sósuna... bara c.a. rúmlega teskeið.
Skellið svo einn matskeið af rjómaosti eða Philadelfia osti í sósuna
og látið malla meðan þið sjóðið pastað.
Skellið svo smá ferskri basiliku útí sósuna.
Rífið svo vel af parmesan osti yfir og skreytið með basiliku!
Buon appetito!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli