föstudagur, júlí 13, 2012

Grænmeti, sól og bolti

Þetta er ávaxta og grænmetisbásinn okkar,
hann er rétt við næsta þorp, Castel Madama,
þar situr hún Adelaide (Aðalheiður) kona á sjötugsaldri með fullkomin kleinuhring.. 
já hún er fúlskeggjuð
Hún selur grænmeti sem er "in stagione" á uppskerutíma, 
núna er það zucchini á 2 evrur kassinn (2 x 160 kr)  
salat fullur kassi á 1 evru, 
þarna er ódýrast og best að versla...
Valentína vinkona okkar tók þessa mynd af okkur að versla.

Það er oft sagt um Mandela að þorpið sé fullkomið.. með tveimur undantekningum... hér er enginn hraðbanki og enginn alvöru ís (kúluís=gelato)
Marco og Sonia hafa nú aldeilis bætt úr ísskortinum og eru komin með rosagóðan gelato... sjáið bara Felix Helga þegar hann fékk sér ís í fyrsta sinn á Campi:Eline er vinkona okkar frá Hollandi, hún bjó í íbúðinni okkar á undan okkur en býr núna í prestbústaðnum við hliðina á kirkjunni við hliðina á kastalanum,Nú er í gangi fótboltamót á Campi.. hér að lokum eru nokkrar myndir af Hinriki sem tekur þátt í mótinu og stendur sig auðvitað ótrúlega vel!
Sumar, sól, ís, bjór, sódavatn, sjór, salt, vinir, góður matur, vín, fótbolti, hljóðbækur, saumaskapur, skartgripagerð, sjónvarpsgláp og kisi... já KISI, hún Madonna kom til okkar í pössun fyrir nokkrum vikum síðan... og það var ekki aftur snúið.. núna býr Madonna hjá okkur og Geraldine þegar við verðum ekki heima!
p.s. takk elsku þið sem eruð búin að skilja eftir komment á síðustu færslum!
Takk Takk Takk

1 ummæli:

Heiða sagði...

falleg kisa, gott að geta knúsast við kisulórur þegar maður fer að sofa.