fimmtudagur, desember 02, 2004

Reykskynjarar og húfur

Ég var í adrenalínskasti í hálfan sólarhring, fékk spennufall uppúr hádegi í gær. En ég finn að ég er ekkert hræddari við eld en ég var áður. Sá í Húsasmiðjubæklingi í gær að þar er verið að selja reykskynjara á 695 krónur. Við ætlum að kaupa svoleiðis nokkra og skipta líka út þeim gömlu bara til að vera örugg.
Er að vinna núna en hef ákveðið að vera í fríi á morgun. Kannski ég nái að þæfa svolítið þá. Er búin að selja eina húfu, Margrét frænka gaf sjálfri sér hana í afmælisgjöf. Finnst alltaf svo erfitt að selja mína hluti en þá húfu þæfði ég og tók það 6 tíma, seldi hana á 5000 krónur og er ekki hægt að segja að það sé hátt tímakaup, fyrir utan efniskostnað.
Við Hinrik ætlum að dúlla okkur eftir klukkan 5 í dag því Ingólfur er að vinna til 9.30 í kvöld. Vildi óska þess að það væri ekki svona blautt úti. Ég væri til í að hafa snjó eða froststillu...

Engin ummæli: