Sjónvarpið er tímaþjófur.
Get varla lifað með því og get alls ekki lifað án þess. Ég er loksins að ná pestinni úr mér en er búin að liggja eins og grænmeti fyrir framan sjónvarpið frá klukkan 17 í dag þar til núna kl 23.30.. Ok ég er búin að vera ógeðslega lasin og slöpp og stundum langar manni bara til að slaka alveg... minnir mig á soldið sem ég sá í Sjónvarpinu í kvöld hjá henni Opruh... þar var þrítug kona frá Kúvæt.. sem talaði um að amerískar konur séu svo stressaðar af vinnu og gefi sér aldrei tíma til að slaka á, lesa góða bók eða taka langan hádegisverð, þær fengju alltaf samviskubit þegar þær gera eitthvað fyrir sjálfan sig.. mér líður svolítið þannig, þegar ég hugsa um daginn hjá mér í dag sem hefur verið alger afslöppun, og ég er með samviskubit!
Er nú samt búin að ná að lesa eina og hálfa jólabók af þeim sem ég fékk í jólagjöf. Mæli eindregið með uppáhalds enska höfundi mínum, Jane Green og hennar nýjustu bók sem ég fékk frá Gísla Pétri í jólagjöf, The other woman fjallar um unga konu og samband hennar við tengdamóður sína.. geggjuð bók.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli