þriðjudagur, janúar 04, 2005

Megi nýja árið verða það besta sem þið hafið upplifað og það versta af þeim sem eftir eru."

Hlakka til að krullast uppí rúm með Klisjukendir sem Helgi bró og Bryndís gáfu mér í jólagjöf. Byrjaði á henni í baði í kvöld. Lofar góðu. Svaf ekkert í nótt var að hugsa um vinnuvikuna og allt sem ég þarf að koma í verk. Hún fór vel af stað í dag. Gaman þegar það er svona mikið að gera. Langar að vera með stöð 2 í janúar er alveg dottin út úr skjá einum. Sólveig vinkona mín byrjaði að vinna í óperunni í dag eftir smá hlé. Það er yndislegt að vera búin að fá hana aftur. Fyrsta blogg ársins er í stikk setningum. Fíla það. GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR TAKK FYRIR ÞAU GÖMLU. Best að stela kveðjunni hennar Dóru vinkonu: Megi nýja árið verða það besta sem þið hafið upplifað og það versta af þeim sem eftir eru."


Góða nótt

Engin ummæli: