miðvikudagur, janúar 05, 2005

Klisjukenndir

Kláraði bókina í gær. Fannst hún mjög skemmtileg og auðlesin góð afþreying... en... í kafla 15. fer ein sögupersónan frá Veróna til Milanó með lest. Og orðrétt stendur "Lestin er á leið til Milanó en stoppar í Flórens." HA?!?? Sko.. það þarf nú ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá að lest frá Veróna til Milanó stoppar ekki í Flórens! Það tekur 1 og hálfan tíma að fara frá Veróna til Milanó en 3 tíma í aðra átt til Flórens. Það er mikilvægt fyrir rithöfunda að hafa svona hluti á hreinu og ekki hefði þurft mikla rannsóknarvinnu til að finna þetta út. Svona hlutir fara rosalega í taugarnar á mér en ég lét þetta samt ekki eyðileggja fyrir mér söguna sem var alveg ágæt.
Skoðið kortið!

Engin ummæli: