föstudagur, janúar 14, 2005
Lífið og vinnan
"Stóra verkefnið er að taka ekki vinnuna með sér heim" "Listin er að skilja vinnuna eftir í vinnunni" Sumir eiga heima í vinnunni og eiga ekkert einkalíf utan hennar. Aðrir er ekki einu sinni í vinnunni þó þeir séu í vinnunni.. sbr. kellurnar á pósthúsinu í gamla daga. En það sem ég var að velta fyrir mér er: Tekur maður ekki alltaf einkalífið með sér í vinnuna? Eða skilur maður lífið eftir heima og fer í vinnuna og skilur svo vinnuna eftir í vinnunni og heldur heim í einkalífið..??? Smá pæling.. Hvar er maður á leiðinni í vinnuna?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli