sunnudagur, október 17, 2004

3. daga vöflur..

Jæja laugardagur að kveldi komin og hér sit ég enn með vöflur í hárinu síðan í fyrradag og enn í náttfötunum. Hinrik Leonard tók sig til og veiktist í gærkveldi þegar við komum heim úr óperunni og var með 39 til 40 stiga hita í allan dag. Ingólfur var að vinna svo ég var hér heima í bíló, barnabókalestri og kubbastandi. Merkilegt hvað sonur minn er þó alltaf sprækur þó að hitinn sé yfir 40. Ég var mikið að hugsa um það hvort ég ætti að hoppa í sturtu.. svona fram eftir degi, svo gaf ég bara skít í það og fer barasta í bað í fyrramálið! Orðnir margir mánuðir síðan ég átti svona dag heima og nauðsynlegt fyrir mann að hvílast, ég var samt hálfstressuð að einhver myndi droppa við í heimsókn svona óvænt og ég eins og Dýrið í Fríðu og Dýrinu en sem betur fer voru það bara mamma sem kom fyrripartinn og tengdó eftir kvöldmat svo að það var nú allt í lagi. Vonandi verður Hinni hitalaus á morgun svo við getum farið á rúntin í "nýja" bílnum en Siggi hennar Elínbjartar vað að skipta um kúplingu fyrir okkur í dag og ég get ekki beðið eftir að prófa klárinn.

Engin ummæli: