sunnudagur, október 24, 2004

Hinrik er komin aftur!

Hinrik er komin aftur! Búin að vera hitalaus í 2 daga og ekkert gubbað í 3 daga. Hlakka svo til að eiga með honum góðan sunnudag þar sem við getum farið á rúntinn. Ingó er að fara að vinna. Ég var að vinna í morgun með fundastand og læti sem gengu nú barasta mjög vel. Svo fór ég á frumsýningu á LITLU STÚLKUNNI MEÐ ELDSPÝTURNAR.. ætla ekkert að tjá mig um það hér. Ætla kannski að tékka á því að fara með Hinrik og vera með hann bara fyrir hlé bara svona til að taka smá test á Hinna í leikhúsi. Hann vill nú reyndar alltaf fara uppá svið þegar hann kemur í óperuna en ég verð að fara að venja hann á að sitja í salnum. Það er svona með litlu heimavönu leikhúsbörnin eins og heimalingar út og upp um allt.

Engin ummæli: