þriðjudagur, október 19, 2004

Ömmur með pakka

Hinrik Leonard er búin að vera alveg hundveikur í dag! Fórum með hann í Domus Medica og fengum að vita að hann er með hrikalega eyrnabólgu og hann fékk pensillín við því en hann er líka með einhvern vírus sem orsakar þessi uppköst og niðurgang, hann er með rosalega bólgið tannhold og ekkert skrítið að hann vilji ekki borða neitt svo er hann með hálsbólgu og hósta ofaná allt saman. Litla strýið búin að gubba svo oft í dag og ég er núna vakandi til að reyna að þvo sem mest því morgundagurinn verður sennilega svipaður. Getum ekki byrjað að gefa honum pensillínið fyrr en í fyrsta lagi á morgun þar sem hann heldur engu niður. Ingólfur var heima með hann í dag og ég var í vinnunni. Í fyrramálið fer ég að vinna en verð að vera svo heima milli 13 og 17 meðan Ingó fer að vinna. Annað kvöld fer ég svo í stelpumatarboð hjá Stellu með Sollu. Það verður nú gaman að slúðra svolítið og fá útrás vinkonurnar eftir þessu klikkuðu törn. Held að vélin sé búin þannig að það er best ég fari og hendi í þurrkarann, góbelínsaumurinn gengur vel og hefur ekki orðið fyrir gubbugusu enn... en sama má ekki segja um fötin mín, sófann okkar, rúmið ofl..
ps. Hinrik hefur óskað eftir því að fá Ömmur í heimsókn með pakka! Búin að senda skilaboð á Ömmu Sigrúnu, sendi á Ömmu Guðbjörtu á morgun!

Engin ummæli: