laugardagur, október 23, 2004

Sveskjugrautur og Gubb...svona í þema við síðustu daga...

Alveg fram á unglingsár var ég alveg rosalega matvönd. Ég man eftir mér 7 ára þar sem ég gubbaði yfir sveskjugrautsdiskinn minn vegna þess að mamma sagði að ég YRÐI að borða hann! Ég man líka eftir mér sem 9. ára stúlku með allan hugann við það að borða maískólf þar sem það var svo flott, mér fannst hann ekkert góður en ég ætlaði! Það tókst. Þegar ég var 14 ára á Lignano á Ítalíu með fjölskyldunni borðaði ég ekkert nema kjúkling og hamborgara, og reyndar tvisvar vínarsnizel.. Við vorum þarna í 5 vikur og ég lærði á hamborgarastöðunum að segja :PANE (brauð), KETCHUP, AMBURGER (hamborgari), KETCHUP, PANE!!! Því ég vildi ekkert á hamborgarann minn nema tómatsósu. Svo fór ég sem skiptinemi til Ítalíu og mamma hló! Í fyrsta lagi ég "litla stúlkan með heimþránna" að vera úti í eitt ár og í öðru lagi HVAÐ ÆTLAÐI ÉG EIGINLEGA AÐ BORÐA!! Ég meina var á Ítalíu í 5 vikur og smakkaði ekki einu sinni pízzu eða pasta!! Mamma hafði samt fulla trú á mér og ég byrjaði að borða næstum allt þegar ég var skiptinemi... ég er í þessum pælingum núna því Hinrik hefur verið svo veikur og ekki með neina matarlist.. og hann er svo lélegur að borða fyrir... er æska mín að koma í hausinn á mér!? Ég finn svo til með mömmu núna, þetta hefur ekki verið skemmtilegt að reyna að koma einhverju ofaní mig og ekkert skrítið að ég hafi verið neydd til að borða sveskjugrautinn! Veit ekki hvað ég á að gera með Hinrik. Hann borðar sárasjaldan kjöt, ekki hamborgara, ekki kjúkling, er nýbyrjaður að naga smá pylsur... hvað á ég eiginlega að gera? Get ekki haft soðna ýsu á hverjum degi! Gengur reyndar vel núna að borða í leikskólanum, hefur borðað kjötfars, kjúkling og meira að segja nýru þar.. en ekki sama mat heima... er einhver sálfræði sem ég þarf að nota?? Bara spyr!

Engin ummæli: