miðvikudagur, janúar 30, 2008

Vinnan


Hér eru nokkrar myndir af henni Gullu minni með prjónaða og heklaða hluti sem ég hef verið að gera í vinnunni síðustu vikur. Verkefnið er fyrir Rauða krossinn....
Ég bjó til uppskriftir og gerði bækling fyrir sjálfboðaliða RK...
Gulla mín er svo rosaflott fyrirsæta








sunnudagur, janúar 27, 2008

Söknuður

Ohh það er svo gott að vera komin aftur.. ég er búin að sakna þessa bloggs mikið... er ekki alveg að fíla moggabloggið... það er svo rosalega opinbert. Fínt til að setja inn auglýsingar um húfurnar mínar en mér finnst ekkert gott að skrifa eitthvað persónulegt þar... hmmmmm

Mikil veikindi eru búin að herja á Drekavellina uppá síðkastið. Felix Helgi fékk RS vírus og svo streptókokka og svo Inflúensuna.. er enn veikur 10 dögum seinna. Hinrik Leonard fékk streptókokka en var fljótur að vinna sig uppúr þeim... Ég og Ingó fengum inflúensuna og það var hræðilegt.. erum að skríða uppúr henni.

Vinnan mín gengur rosalega vel og er alltaf gaman í vinnunni.. það er skemmtilegt að vakna klukkan korter í sjö á morgnana og hefði ég aldrei trúað því að ég myndi skrifa það upphátt... hehhehehe

Sem sagt.. komin aftur á minn gamla stað.