miðvikudagur, október 12, 2005

ROMA TI AMO

Róm var stofnuð fyrir 2700 árum síðan og í dag er hægt að skoða minjar frá þeim tíma. Á laugardaginn gekk ég um stræti Rómar, gömul og ný og baðaði mig í minningum tímana og þéttri rigningu. Ég elska Róm, ég er rómverji í mér. Ég elska söguna og ég elska að segja fólki söguna.. mér finnst gaman að vera leiðsögumaður og veit að það á vel við mig. Ég vona að ég fari í næstu ferð Heimsferða og vona að þú komir með mér!

Engin ummæli: