miðvikudagur, apríl 13, 2011

Ítalskar kjötbollur Hildar scusate solo in islandese!

Nautahakk, ein pakkning
Ca 1 lítill laukur ½ stór
Ca 4-5 gulrætur
Ca 5 brauðsneiðar
Ca 3-4 egg
Salt
Pipar

Sósa:
2 dósir tómatar (hakkaðir) (eða ein ferna af Euroshopper tómatmauki)
Dass af balsamic ediki eða sykri
Parmesan ostur (ef hann er til)
Og einnig rjómaostur, mascarpone ostur eða Philadelfia ostur útí sósuna ef vill!

Setja nautahakk í skál með brauðinu skornu í teninga (ekki skorpa) fínt söxuðum lauk, og fínt söxuðum gulrótum, og svo eggjunum, salti og pipar og hræra td með tveimur göfflum.
Hnoða svo litlar kúlur úr maukinu og steikja á pönnu í örlítilli ólífuolíu, þegar allar bollurnar eru steiktar hella þá tómatdósunum yfir og hræra varlega í.. bæta svo osti í og láta bráðna í sósunni.... setja svo salt og pipar eftir smekk ásamt smá dassi af balsamik ediki eða sykri.  Látið malla í ca 10 min...
Sumir vilja velta bollunum uppúr smá hveiti áður en steiktar eru.... ég nota líka oft spelt
Gott að hafa annað hvort baguette brauð með eða spaghetti.


verðykkuraðgóðu
 Hér sjást bollur að steikjast og svo skálin með hakkinu!

 Hér eru bollur með spelti... og potturinn með Philadelfiu osti sem á eftir að bráðna.

 Bollurnar tilbúnar, og afgangur af pastarétti við hliðina... penne con ragú..
 Strákarnir glaðir með bollurnar sínar:)


Engin ummæli: