Nýja árið kom með pompi og prakt í Róm, og svo fluttum við hingað.
Við búum í Kastalanum hægra megin á myndinni
í Mandela, 48 km frá Róm.
Pínulítill bær sem er vel tengdur bæði með lest, rútu og hraðbraut.
Hinrik Leonard byrjaði strax í skólanum, lítill þorpskóli með 12 krökkum í bekknum, þar af 9 strákum. Hann byrjaði strax að æfa fótbolta með bæjarliðinu.. og það er engin smábæjarbragur á fótboltaæfingunum... 3 tíma æfingar tvisvar í viku...
Felix Helgi bíður eftir plássi á leikskólanum... okkur var tekið fagnandi og með Himelbla fíling.. því það átti að fara að segja upp fólki í skólanum af því að krakkarnir voru of fáir.. við reddum því sennilega... vonandi kemst FH sem fyrst inn!
Í kastalanum býr ein ítölsk fjölskylda, svo breskar systur og móðir þeirra og 3 kettir... og svo er það hún Geraldine okkar. Bresk dásamleg kona, hún á 3 hunda og 5 ketti og hefur búið hér í kastalanum í 7 ár og á Ítalíu í tæplega 20 ár. Hún tók okkur með opnum örmum og lóðsar okkur um allt. Sá til þess að við kynntumst strax öllu þorpinu. Hennar símanúmer er hjá skólanum ef ekki næst í okkur foreldrana.
Í hinum endanum á kastalanum búa amerísk læknahjón, þau eru ekki með fasta búsetu hér en hann er frægur hjartaskurðlæknir sem sérhæfir sig í ungbörnum. Hún er listakona. Þau voru hér núna í tvær vikur og þau eru yndisleg eins og hreinlega allir sem við höfum hitt... nema bresku systurnar við þekkjum þær ekkert!
Í bænum er grænmetissali, nýlenduvöruverslun, einn bar, einn pöbb, hárgreiðslumeistari, tvær pizzeríur, einhverjir veitingastaðir, apótek, pósthús og kvennfataverslun.
Það vantar bara hraðbanka.
Í bakgarðinum okkar er skógur, þar er líka útigrill borð og stólar sem lofa góðu fyrir sumarið!
Hér eru veiðimenn á sveimi núna
Hér sjást strákarnir með villisvíni sem veitt var þann 15 janúar.. þá fórum við í boði Geraldine að borða á stórkostlegum veitingastað hér fyrir ofan þorpið.
Hér er svo betri mynd af kastalanum okkar
Nóg í bili.. lofa að það verður stutt í næsta blogg!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli