miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Þæfing og þjófar
Ég var í Óperunni í gærkveldi með 2. samstarfskonum og vinkonum, um 11.leytið fylltist allt af lögreglumönnum og konum hjá okkur. Brotist hafði verið inn í Lífeyrisjóðinn hér við hliðina og þegar þjófavarnarkerfi fór í gang höfðu þjófarnir flúið upp á svalir Óperunnar. Þeir brutu sér leið gegnum glugga hér á efri hæðinni og hlupu niður starfsmannastigann okkar með fangið fullt af þýfi, ég heyrði í þeim niðri í kjallara en þar sem maður er vanur umgangi kippti ég mér ekki upp við hurðaskell og athugaði ekki hver var á ferð. Sem betur fer því lögreglan líkti þjófunum við villidýr sem hefðu ekki hikað við að ráðast á þann sem á vegi þeirra yrði á flóttanum... við enduðum á Sólon í áfallahjálp..(bjór) engu var stolið úr Óperunni þetta kvöld nema kannski ró minni og samstarfskvenna minna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli